Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Farþegar þreyja ófærð og óveður í Leifsstöð
Fimmtudagur 26. janúar 2012 kl. 02:21

Farþegar þreyja ófærð og óveður í Leifsstöð

Um 120 manns komu með flugvél Icelandair frá Lundúnum klukkan ellefu í gærkvöld. Sumt af þessu fólki bíður þess í Leifsstöð að veðrinu sloti og Reykjanesbraut verði ökufær, annað lagði af stað en komst ekki langt. Það gistir í athvarfi Rauða krossins eða á Flughótelinu í Keflavík. RÚV greinir frá þessu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá kom vél Iceland Express frá Kaupmannahöfn klukkan 1.09. Farþegar hennar verða að þreyja ófærð og óveður í Leifsstöð.

Myndin er úr safni.