Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Farþegar mæti þremur tímum fyrr 31. maí-3. júní
Mánudagur 30. maí 2016 kl. 14:36

Farþegar mæti þremur tímum fyrr 31. maí-3. júní

Mælst er til þess að farþegar mæti á Keflavíkurflugvöll um þremur klukkustundum fyrir flug fyrstu þrjá daga júnímánaðar og að kvöldi 31. maí, á meðan unnið er að umbótum á farangursflokkunarkerfi. Tekinn verður í notkun nýr farangursflokkunarsalur og á meðan tengt er á milli núverandi kerfis og hinnar nýju viðbótar verður engin sjálfvirk farangursflokkun heldur þarf að handflokka allan innritunarfarangur. Farþegar eru beðnir um að mæta fyrr til að lágmarka seinkanir á flugi á meðan á þessum framkvæmdum stendur. Núverandi farangursflokkunarkerfi verður aftengt eftir klukkan 18 hinn 31. maí næstkomandi og gert er ráð fyrir að hið nýja kerfi verði komið í gagnið fyrir morgunflug hinn 4. júní.

Tvöföld flokkunargeta

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hið nýja kerfi hefur rúmlega tvöfalda flokkunargetu á við hið gamla og er nauðsynleg viðbót við núverandi kerfi. Í nýjum sal er auk þess mun betri vinnuaðstaða fyrir starfsfólk og nú verður unnt að þjónusta farangursgáma sem notaðir eru í breiðþotur eins og Icelandair og WOW Air eru að taka í notkun um þessar mundir. Framkvæmdir við nýjan sal hófust í nóvember á síðasta ári, stuttu eftir að flugfélögin höfðu tilkynnt um þá ákvörðun að taka breiðþoturnar í notkun. Nýbyggingin sem hýsir salinn er 3.000 fermetrar að stærð en þar af er nýi salurinn 2.100 fermetrar. 

Frítt í 2:15 rútuna

Dagana 1.-3. júní, á meðan framkvæmdirnar standa yfir, mun Isavia bjóða farþegum án endurgjalds í fyrstu rúturnar sem leggja af stað frá Reykjavík. Þær leggja af stað klukkan 2:15, annars vegar rúta Kynnisferða frá BSÍ og hins vegar rúta Grayline frá Holtagörðum.