Farþegar kanadísku vélarinnar sofandi á gólfum Leifsstöðvar
Farþegar kanadísku breiðþotunnar sem nauðlenti í Keflavík í dag eru nú sofandi um öll gólf í Leifsstöð. Stefnt er að því að flytja farþega og áhöfn kanadísku farþegaþotunnar frá Keflavík til Kanada í nótt. Von er á farþegavél til þess að ná í farþegana og áhöfn, 282 að tölu, í nótt. Samkvæmt brottfararskjá í Leifsstöð er áætluð brottför kl. 04 í nótt.Myndin: Vél Air Canada við Leifsstöð í dag. Hún verður hér áfram en önnur vél sækir farþega og áhöfn í nótt. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson