Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 7. desember 2000 kl. 10:41

Farþegar borga tugi þúsunda í aðflutningsgjöld

Tollverðir á Keflavíkurflugvelli verða talsvert varir við að Íslendingar, sem koma til landsins úr innkaupaferðum frá útlöndum, átti sig ekki á þeim reglum sem gilda um kaup á vörum erlendis.
Sævin Bjarnason, yfirdeildarstjóri hjá tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli, minnir á að takmörk eru fyrir því hve mikið ferðamenn mega kaupa erlendis án þess að þurfa að greiða aðflutningsgjöld af varningnum. Samkvæmt núgildandi reglum þarf að borga aðflutningsgjöld, s.s. toll og virðisaukaskatt, ef verslað er fyrir meira en 36.000 kr. erlendis og af hlutum sem kosta meira en 18.000 kr. Vörur sem keyptar eru í fríhöfnum eru þar með taldar.
Sævin segir dæmi þess að fólk versli fyrir á annað hundrað þúsund í verslunarferðum. Þannig þurfa þeir sem versla í Bandaríkjunum að greiða 10% toll af fatnaði umfram 36.000 kr. og við bætist 24,5% virðisaukaskattur. Því geti upphæðin sem fólk þurfi að greiða við komuna til landsins numið tugum þúsunda. Hann segir ómögulegt fyrir tollverði að fylgjast með hverjum einasta farþega og helst séu gerðar athugasemdir ef greinilegt er að mikið er farið fram úr heimildum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024