Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Farþegar biðu í vélum meðan veðrið gekk yfir
Farþegar koma frá borði á flughlaðinu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar nú undir kvöld. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Sunnudagur 10. nóvember 2013 kl. 18:37

Farþegar biðu í vélum meðan veðrið gekk yfir

Allar áætlunarflugvélar sem von var á síðdegis í dag til Keflavíkurflugvallar eru lentar nema FI-205 frá Kaupmannhöfn sem snéri við og hélt til Glasgow og þar munu farþegar gista í nótt. Hún er væntanleg aftur til Keflavíkur á morgun.

Vegna vinds var ekki hægt að setja afgreiðslutæki upp að flugvélunum sem lagt var á Háaleitishlaði hjá gömlu flugstöðinni og biðu farþegar um borð þar til veðurmörk gerðu afgreiðslu mögulega. Þá voru flugvélarnar færðar að Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024