Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Farþegar biðu í vélum meðan veðrið gekk yfir
Farþegar koma frá borði á flughlaðinu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar nú undir kvöld. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Sunnudagur 10. nóvember 2013 kl. 18:37

Farþegar biðu í vélum meðan veðrið gekk yfir

Allar áætlunarflugvélar sem von var á síðdegis í dag til Keflavíkurflugvallar eru lentar nema FI-205 frá Kaupmannhöfn sem snéri við og hélt til Glasgow og þar munu farþegar gista í nótt. Hún er væntanleg aftur til Keflavíkur á morgun.

Vegna vinds var ekki hægt að setja afgreiðslutæki upp að flugvélunum sem lagt var á Háaleitishlaði hjá gömlu flugstöðinni og biðu farþegar um borð þar til veðurmörk gerðu afgreiðslu mögulega. Þá voru flugvélarnar færðar að Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025