Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Farþegaflugi snúið til Reykjavíkur vegna þoku í Keflavík
Sunnudagur 24. júlí 2005 kl. 00:25

Farþegaflugi snúið til Reykjavíkur vegna þoku í Keflavík

Tvær millilandaflugvélar lentu á Reykjavíkurflugvelli í kvöld en þær gátu ekki lent í Keflavík vegna þoku. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins frá flugturninum hefur þokunni nú létt og hafa flugvélar lent í Keflavík í kvöld. Að sögn starfsmanns á Keflavíkurflugvelli, í samtali við Víkurfréttir, þá er þokan enn mjög þétt og í skoðun hvort vélar lendi þar eða í Reykjavík en næstu vélar eru væntanlegar um kl. 01.

Mynd: Þokan við flugstöðina er þétt eins og sést á þessari mynd sem tekin var á GSM-síma á miðnætti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024