Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 29. janúar 2014 kl. 09:34

Farþegafjöldi Vogastrætó tvöfaldast

Aukningin 109%

Alls voru farþegar Vogastrætós 3.989 árið 2013, samanborið við 1.912 árið 2012. Farþegafjöldinn hefur því ríflega tvöfaldast milli ára, aukningin alls 109%.

Árið 2013 var annað heila árið í starfrækslu Vogastrætós eftir að fyrirkomulagi akstursins var breytt síðari hluta árs 2011. Þjónustan er nú orðin nokkuð föst í sessi, ferðum hefur markvisst verið fjölgað og farþegum fer fjölgandi. Akstrinum er nú sinnt af starfsmönnum Umhverfisdeildar með 14 farþega bíl í eigu sveitarfélagsins af gerðinni Ford Transit, sem keyptur var árið 2013. Nýting bílsins er góð, því auk strætóaksturs er hann er einnig notaður fyrir skólaakstur, akstur á vegum félagsþjónustu og flutning á mat úr skólaeldhúsi fyrir leikskóla, íþróttamiðstöð og eldri borgara auk annarra tilfallandi verkana.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Samanburðinn má sjá í eftirfarandi stöplariti, þar sem fram kemur fjöldi farþega í hverjum mánuði hvort árið um sig: