Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Farþegaaukning á Keflavíkurflugvelli í febrúar
Föstudagur 1. mars 2013 kl. 17:07

Farþegaaukning á Keflavíkurflugvelli í febrúar

23,5% farþegaaukning varð á Keflavíkurflugvelli í febrúar miðað við sama mánuð i fyrra. Fimm flugfélög halda uppi áætlunarflugi í vetur og vel hefur tekist til við fjölgun ferðamanna utan sumaráætlunar og lengingu ferðatíma vor og haust. Isavia hefur hafið framkvæmdir í flugstöðinni til undirbúnings fyrir áætlaða metumferð í sumar og vonast til þess að þær valdi farþegum ekki óþægindum.

„Við erum mjög ánægð með þessa farþegaaukningu fyrstu mánuðina á árinu og sjáum klárlega aukna eftirspurn og sölu á íslenskri hönnun. Þetta hefur gengið vonum framar hjá okkur og það lítur út fyrir að árið verði farsælt ef marka má sölu fyrstu tvo mánuði ársins.Við hlökkum til að taka á móti auknum straumi ferðamanna sem fara í gegnum flugstöðina,“ segir Kjartan Páll Eyjólfsson framkvæmdastjóri Epal sem rekur glæsilega verslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024