Dubliner
Dubliner

Fréttir

Laugardagur 26. janúar 2002 kl. 16:00

Farþega gefið súrefni fyrir lendinu

Einum farþega skandinavísku SAS vélarinnar sem nauðlenti í Keflavík í nótt var gefið súrefni fyrir lendingu. Annars var ástandið um borð í vélinni gott og lendingin gekk vel. SAS vélin var á leið frá Washington í Bandaríkjunum til Kaupmannahafnar í Danmörku þegar olíuleiki kom upp í örðum hreyfli vélarinnar. Þegar SAS þotan þotan átti um 38 mínútna flug til Keflavíkur var slökkt á hreyflinum. Þetta kemur fram á sænskum netmiðlum í dag.Flugmenn eru þjálfaðir til að fljúga vélum á öðrum hreyfli og það er í raun ekkert vandamál. Hættan er þó alltaf sú að bilum komi upp í hinum hreyflinum og þá er ástandið alvarlegt.
Mikill viðbúnaður var í Keflavík í nótt, slökkviliðsbílar og björgunarbílar biðu vélarinnar en lendingin gekk mjög vel.
Öllum farþegum, nema fjórum, var komið á aðrar vélar á leið til Evrópu.
SAS þotan er hins vegar ennþá í Keflavík og ekki er vitað hversu alvarleg bilunin er og hvort skipta þarf um hreyfil eða hvort hægt er að gera við bilaða mótorinn hér.
Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
Dubliner
Dubliner