FARNESTI FORELDRANNA
Virðingarleysi ungmenna fyrir lífi, limum, eignum og orðum annarra hættir aldrei að koma á óvart. Rétt fyrir síðustu mánaðarmót var ráðist á saklausan símaklefa fyrir utan höfuðstöðvar póstburðarmanna efst á Hafnargötunni og talsvert haft fyrir því að brjóta rúður klefans. Virðingarleysi fyrir eignum annarra er ekki meðfæddur eiginleiki heldur áunninn.