Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Farmur vörubifreiðar olli tjóni
Föstudagur 27. apríl 2007 kl. 09:28

Farmur vörubifreiðar olli tjóni

Lögreglu var tilkynnt í gær um tjón á bifreiðum á Reykjanesbraut skammt austan við Vogaveg, þar sem afturhleri á vörubifreið hafði opnast. Við það féll malarefni af pallinum og skemmdi þrjár bifreiðar nokkuð.

Þrír árekstrar voru tilkynntir til lögreglunnar á Suðurnesjum í gær, þar af einn nokkuð harður á Aðalgötu við Reykjanesbraut. Tveir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. 
 
Einn ökumaður var kærður í gærkvöld fyrir að aka bifreið án þess að hafa til þess réttindi og tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024