Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Farið yfir lögræðileg álitamál varðandi Wilson Muuga
Föstudagur 26. janúar 2007 kl. 09:39

Farið yfir lögræðileg álitamál varðandi Wilson Muuga

Lögfræðingar samgönguráðuneytisins og Siglingastofnunar eru að fara yfir lögfræðileg álitamál í sambandi við hreinsun vegna strands Wilsons Muuga við Hvalsnes. Þetta kemur fram á mbl.is í dag, en þar var haft eftir Jóhannesi Tómassyni, upplýsingafulltrúa samgönguráðuneytisins, að þeirri vinnu verði lokið eftir helgi.

Fulltrúar Nesskipa, eigenda skipsins, hafa lýst því yfir að þau telji sig ekki skuldbundin til að greiða fyrir brottflutning skipsins nema að afar takmörkuðu leyti og hefur áður komið fram í Víkurfréttum að bæjaryfirvöld í Sandgerði hyggist leita réttar síns fyrir dómstólum, verði ekkert gert í þeim málum.

Nesskip og opinberir aðilar deila um það hvort ætti að dæma eftir Siglingarlögum eða lögum um verndun hafs og strandar.

 

H: www.mbl.is

 

VF-mynd/Ellert Grétarsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024