Farið inn í bílskúr og rúða brotin þar í bíl
Þá var tilkynnt um að farið hafi verið inn í bílskúr við Garðbraut í Garði. Þar inni var bifreið og búið að brjóta rúðu í henni. Ekki vitað nákvæmlega hvenær atburðurinn átti sér stað en tilkynndi sagðist síðast hafa verið á staðnum fyrir tveimur vikum. Ekki vitað hver eða hverjir voru þarna að verki.