Farga óskilamunum af lóðum við Berghólabraut eftir 21. maí
Reykjanesbær auglýsir í þessari viku eftir eigendum muna sem eru staðsettir á nokkrum lóðum og í húsnæði við Berghólabraut á iðnaðarsvæðinu í Helguvík. Í húsnæði og á lóð Reykjanesbæjar að Berghólabraut 9a á iðnaðarsvæðinu í Helguvík eru ýmsir óskilamunir sem þar eru í óleyfi. Um er að ræða m.a. ýmsar tegundir af faratækjum, áhöldum og timbureiningum. Á landi og lóðum Reykjaneshafnar við hlið lóðarinnar Berghólabraut 9a á iðnaðarsvæðinu í Helguvík, þ.e. Berghólabraut 11, 13 og 15, eru ýmsir óskilamunir sem þar eru í óleyfi.
Þeir sem telja sig eigendur af viðkomandi munum er gefin kostur á því að fjarlægja þá úr húsnæðinu eða af lóðinni fyrir lok dags 21. maí 2023. Eftir 21. maí verður því sem eftir er í húsnæðinu eða á lóðinni komið til förgunar, segir í auglýsingu bæjarins í Víkurfréttum í þessari viku.