Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 21. mars 2000 kl. 15:59

Fáránleiki hversdagslífsins dreginn fram í dagsljósið

Leikfélag Keflavíkur frumsýndi leikritið Ekkert klám s.l. föstudagskvöld í Frumleikhúsinu við Vesturbraut. Leikritið er byggt á sjálfstæðum þáttum sem fjalla hver um sig um menn á málefni líðandi stundar, innabæjarpólitíkina og íslensk þjóðlíf almennt. Höfundar verksins eru Júlíus Guðmundsson, Hulda Ólafsdóttir, Ómar Ólafsson og fleiri. Húsfyllir var á leikritinu á föstudagskvöldið og hlátrasköllin glumdu um salinn. Höfundum hefur tekist að draga upp raunsannar myndir af hversdagsleikanum og setja hann í skemmtilegan búning. Áhorfendur virtust kannast meira og minna við allar persónurnar sem birtust á sviðinu og komu jafnvel auga á sjálfan sig. Klámumræðunni voru gerð ágæt skil, kjaftagangi, sölumennsku, Þórhalli útvarpsmiðli, internetvæðingunni og gemsunum sem enginn getur lengur verið án, ástandinu í lögreglumálum í Reykjanesbæ sem og á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og myndatökumaður Víkurfrétta fékk einnig sinn skerf. Óhætt er að mæla með sýningunni við unga sem aldna, því þarna er á ferðinni frábært stykki og leikararnir ná að kitla hláturtaugar áhorfenda svo um munar. Miðapantanir eru í síma 421-2540.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024