Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Farangur tafðist í gegnumlýsingu og fór utan með annarri flugvél
Þriðjudagur 12. júlí 2005 kl. 19:52

Farangur tafðist í gegnumlýsingu og fór utan með annarri flugvél

Flugvél var send utan án hluta farangurs eftir að gegnumlýsingartæki í Flugstöð Leifs Eiríkssonar bilaði í dag. Allur farangur er gegnumlýstur áður en hann fer um borð í flugvélar af öryggisástæðum.

Ekki tókst að ljúka við að gegnumlýsa allan farangur fyrir eitt flug í dag og til að vélin gæti haldið áætlun gaf flugafgreiðsluaðili þá skipun að vélin færi án þess að allur farangur væri kominn um borð. Um var að ræða 12 töskur sem fóru utan með annarri vél síðar í dag.

Meðal annars er notast við sérstakan gegnumlýsingarbíl og var hann í notkun í allan dag eftir að búnaðurinn við færiband í flugstöðinni bilaði. Bíllinn nær hins vegar ekki að afkasta sama magni og búnaðurinn í flugstöðinni og því var það ákvörðun flugþjónustuaðila að senda flugvélina út án þess að allur farangurinn væri um borð.

Það má því gera ráð fyri því að einhverjir farþegar hafi orðið vonsviknir þegar út var komið í dag að eiga eftir að gera sér aðra ferð á flugvöllinn ytra til að vitja farangurs síns.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024