Fara fram á að dýrum verði bjargað í Grindavík
Dýraverndarsamband Íslands, Dýrfinna, Dýrahjálp Íslands, Kattolt, Villikettir og Villikanínur fara fram á að dýrum verði bjargað í Grindavík og nágrenni í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu dýraverndarfélaga vegna dýra í Grindavík.
Í yfirlýsingunni segir að ljóst er að enn er mikill fjöldi dýra á svæðinu sem er á neyðarstigi. Unnin hefur verið aðgerðaráætlun af hálfu Dýrfinnu, Dýrahjálpar Íslands, Villikatta og Kattholts þar sem staðsetning dýra á svæðinu hefur verið kortlögð.
Sjálfboðaliðar eru nú tilbúnir við Grindavík, með mannskap, bíla og búr til að sækja dýrin sem eru í neyð. Þegar eru dýr orðin matar- og vatnslaus á svæðinu og þarf að bregðast við strax.
Dýraverndarfélögin óska efti tafarlausum stuðningi yfirvalda við að bjarga dýrum í Grindavík. Flytja þarf ÖLL dýr burt af svæðinu.