Fánum stolið í Leiru
Svo virðist sem fánastuldur sé í tísku hjá einhverjum því mörgum félagafánum var stolið við golfskálann í Leiru í nótt.Á Hólmsvelli í Leiru stendur yfir Íslandsmót í sveitakeppni unglinga þar sem þátt taka sextán sveitir, skipaðar sex leikmönnum 18 ára og yngri. Fánar golfklúbba sem taka þátt voru í fánaborg en sjö þeirra var stolið seint í gærkvöld eða nótt. Eins og greint hefur verið frá stálu hafnfirskir skátar fyrirtækjafánum í Keflavík um síðustu helgi. Ekki er vitað hverjir voru að verki en lögreglan fékk vitneskju um málið. „Maður getur ekki séð hvað fólk fær út úr því að stela félagafánum“, sagði starfsmaður Golfklúbbs Suðurnesja í morgun.
Golfklúbburinn hefur nokkrum sinnum í sumar orðið fyrir því að óprúttnir menn hafi skemmti ljós og fleira á æfingasvæðinu. Eitt skiptið létu einhverjir sér ekki muna um að gera þarfir sínar í tæki sem notuð eru til hreinsunar á boltum.
Golfklúbburinn hefur nokkrum sinnum í sumar orðið fyrir því að óprúttnir menn hafi skemmti ljós og fleira á æfingasvæðinu. Eitt skiptið létu einhverjir sér ekki muna um að gera þarfir sínar í tæki sem notuð eru til hreinsunar á boltum.