Mánudagur 28. febrúar 2005 kl. 09:35
Fannst látinn í Sandgerðishöfn
Maðurinn sem fannst látinn í Sandgerðishöfn aðfaranótt sunnudags hét Júlíus Guðmundsson skipstjóri til heimilis að Smáraflöt við Skagabraut 24 í Garði. Júlíus var á 73. aldursári. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Sólveigu Óskarsdóttur, og fjóra uppkomna syni.