Fannar ráðinn bæjarstjóri Grindavíkurbæjar
Fannar Jónasson hefur verið ráðinn bæjarstjóri Grindavíkurbæjar út núverandi kjörtímabil, eða fram í maí 2018. Gengið var frá ráðningu Fannars á bæjarstjórnarfundi síðdegis í dag. Fannar er 59 ára, kvæntur Hrafnhildi Kristjánsdóttur og eiga þau saman þrjú börn. Fannar er viðskiptafræðingur að mennt og einnig með MBA gráðu frá Háskóla Íslands.
Fannar hefur um 20 ára reynslu af sveitastjórnarmálum en hann er Rangæingur að ætt og uppruna og þar sat hann í sveitarstjórn, bæði sem oddviti og síðar bæði í nefndum og ráðum sveitarfélaganna á Suðurlandi. Fannar var einnig hjá Arionbanka og forverum hans í um 10 ár, lengst af sem útibússtjóri. Undanfarin ár hefur hann svo starfað sem fjármálastjóri hjá Fálkanum, segir í tilkynningu á grindavik.is.