Fann fíkniefni í bílnum eftir að hafa lánað hann
Lögreglunni á Suðurnesjum hefur að undanförnu verið tilkynnt um tvo fíkniefnafundi. Í öðru tilvikinu fann öryggisvörður hjá Securitas lítinn poka, með kannabisefnum í, fyrir utan verslun í umdæminu. Í hinu tilvikinu fann borgari nokkurt magn af kannabisefnum í bifreið sinni, sem hann hafði lánað, en fékk til baka með plastpoka með efnunum í. Lögregla tók efnin í sína vörslu og rannsakar málin.
Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				