Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fann fíkniefni á víðavangi
Föstudagur 1. mars 2013 kl. 09:43

Fann fíkniefni á víðavangi

Íbúi í Reykjanesbæ fann í vikunni tvo poka sem höfðu að geyma fíkniefni, þar sem þeir lágu á gangstétt í umdæminu. Maðurinn gerði lögreglunni á Suðurnesjum þegar viðvart og fór hún á vettvang. Í pokunum reyndust vera kannabisefni.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024