Fangi á Suðurnesjum lést af völdum höfuðhöggs
Maður sem lést í fangaklefa Lögreglunnar á Suðurnesjum í byrjun september á síðasta ári lést vegna heilablæðingar af völdum höfuðhöggs sem hann hlaut skömmu áður en hann var handtekinn.
Þetta er niðurstaða rannsóknar ríkissaksóknara á málinu. Í niðurstöðunum segir að maðurinn hafi fengið höfuðhöggið þegar hann féll í steypta gangstétt en ekkert bendir til annars en að um óhapp hafi verið ræða. Sjúkraflutningamönnum og lögreglu, sem höfðu afskipti af manninum vegna ölvunarástands hans, var ekki kunnugt um að hann hefði fengið höfuðhöggið og gátu því ekki brugðist við vegna þess.
Því hefur ríkissaksóknari ákveðið að afhafast ekkert frekar í málinu.
Frá þessu er greint á fréttavefnum Vísir.is.