Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fangelsi fyrir gróft kynferðisbrot
Þriðjudagur 8. mars 2005 kl. 10:40

Fangelsi fyrir gróft kynferðisbrot

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær mann til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir gróf og ítrekuð kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Áttu brotin sér stað á þrettán ára tímabili, frá því stúlkan var sjö ára fram til tvítugs. Komst dómurinn að því að maðurinn ætti sér engar málsbætur enda hafi hann gróflega misnotað traust stúlkunnar og valdið margvíslegum sálrænum erfiðleikum með gjörðum sínum. Stúlkunni var dæmd rúm milljón króna í skaðabætur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024