Fangaflug til Kaupmannahafnar
Vítisenglarnir átta, sem komu til landsins í fyrrakvöld, voru sendir úr landi í morgun. Þeir fóru til Kaupmannahafnar með Flugleiðavél og undir ströngu eftirliti lögreglu sem sendi fjölmennt lið með mönnunum átta. Í gær úrskurðaði Útlendingaeftirlitið að vítisenglunum væri ekki heimilt að dvelja á landinu.Ellefu af þeim nítján vítisenglum sem komu til landsins í vikunni komust hins vegar ekki lengra en í Leifsstöð þar sem þeim var neitað um leyfi til að fara inn í landið af sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli. Fóru þeir í lögreglufylgd til Kaupmannahafnar í gærmorgun með vél Flugleiða.
Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson