Fangabúðastimpill á Njarðvíkurskóla
Ekki eru allir á eitt sáttir um þá tilhögun að Njarðvíkurskóli verði hugsanlega notaður sem fangabúðir fyrir fyrir Falun Gong liða ef þörf krefur þegar Jiang Zemin, forseti Kína kemur til landsins. Í samtali við Víkurfréttir hafa bæjarbúar í Reykjanesbæ lýst óánægju sinni með að bæjaryfirvöld heimili þessi afnot af skólabyggingunni. Nú þegar sé kominn „fangabúðastimpill“ á skólann og sú nafngift eigi eftir að loða við bygginguna næstu misseri, verði að því að hún verði notuð sem fangelsi eða fangabúiðir fyrir Falun Gong liða.„Þetta er án efa hið friðsamasta fólk og ég styð fyllilega málstað þess gagnvart yfirgangi stjórnvalda í Kína. Hins vegar get ég ekki sætt mig við það að orðspori Njarðvíkurskóla sé spillt og í raun óorði komið á skólann,“ sagði bæjarbúi sem kýs að koma ekki fram undir nafni.
Fjöldi liðsmanna Falun Gong eru væntanlegir til landsins með flugi á morgun en þeim verður ekki veitt landganga og verða að öllum líkindum hýstir í Njarðvíkurskóla yfir nótt og komið á flug út úr landinu á miðvikudagsmorgun.
Falun Gong liðar hafa fordæmt bann á hreyfingu sinni og ætla að mótmæla við komu forseta kínverska alþýðulýðveldisins til landsins að því er kom fram í fréttum Stöðvar 2 nú í kvöld.
Fjöldi liðsmanna Falun Gong eru væntanlegir til landsins með flugi á morgun en þeim verður ekki veitt landganga og verða að öllum líkindum hýstir í Njarðvíkurskóla yfir nótt og komið á flug út úr landinu á miðvikudagsmorgun.
Falun Gong liðar hafa fordæmt bann á hreyfingu sinni og ætla að mótmæla við komu forseta kínverska alþýðulýðveldisins til landsins að því er kom fram í fréttum Stöðvar 2 nú í kvöld.