Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fánarnir blöktu ekki á sjöundu hæð Pósthússtrætis
Mánudagur 25. september 2006 kl. 15:49

Fánarnir blöktu ekki á sjöundu hæð Pósthússtrætis

Það þótti ástæða til að flagga í morgun á þaki stórhýsisins við Pósthússtræti sem Meistarahús eru að byggja. Það sem verra var að fánarnir náðu ekkert að blakta í logninu.

Síðustu sperrurnar voru settar upp í vikunni á þessu sjö hæða og 26 íbúða húsi sem verður að öllum líkindum tilbúið að ári. Að sögn Einars Guðberg, framkvæmdastjóra Meistarahúsa, hefur byggingarmarkaðurinn einkennst af of miklu framboði af verkefnum og verktakar tekið meira að sér en þeir ráða við og mætt því með innflutningi á útlendingum. Það hefur ekki reynst nóg og kemur það niður á framkvæmdahraða verka.


Pósthússtræti 3 fer á sölumarkað í næstu viku en þá er reiknað með að það verði fokhelt.
Mikill áhugi er á íbúðunum enda staðsetningin eistök.


Myndir: Frá Pósthússtræti í morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024