Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þriðjudagur 1. maí 2001 kl. 03:14

Fámenn hátíðarhöld í Stapanum

Hátíðarhöld 1. maí í Stapa í Reykjanesbæ eru fámenn og meðalaldur samkomugesta hár.Sigurður Bessason formaður Eflingar flutti ræðu dagsins og fór víða. Hann ræddi um sameiningamál verkalýðsfélaga og tolla á grænmeti.
Eftirhermann og grínistinn Jóhannes Kristjánsson brá á leik og Kvennakór Suðurnesja söng nokkur lög. Guðmundur Hermannsson lék einnig tónlist fyrir gesti. Boðið var upp á kaffiveitingar í boði verkalýðsfélaganna á Suðurnesjum
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024