Falur og Guðjón taka við Keflavíkurliðinu
Falur Harðarson og Guðjón Skúlason hafa verið ráðnir þjálfarar meistaraliðs Keflavíkur í körfuknattleik, en sem kunnugt er hætti Sigurður Ingimundarson vegna anna í starfi. Guðjón og Falur eru Keflavíkurliðinu að góðu kunnir og spiluðu sem lykilmenn þess í mörg ár, auk þess sem þeir hafa þjálfað yngri flokkana í gegnum árin. Guðjón Skúlason hættir þjálfun kvennaliðsins og í hans stað mun landsliðsþjálfarinn Hjörtur Harðarsson koma.