Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Falung Gong-félagarnir ríkisborgarar nokkurra landa
Þriðjudagur 11. júní 2002 kl. 08:54

Falung Gong-félagarnir ríkisborgarar nokkurra landa

Lögreglan á Keflavíkurflugvelli ræðir nú við 25 félaga í Falun Gong sem komu til landsins í morgun með flugi frá Bandaríkjunum. Um er að ræða ríkisborgara nokkurra landa, s.s. Bandaríkjanna, Kanada, Ástralíu og Kína. Að sögn Óskars Þórmundssonar yfirlögregluþjóns er lögreglan á Keflavíkurflugvelli í sambandi við stjórnvöld um framhald málsins.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort fólkið verði flutt í Njarðvíkurskóla, vísað úr landi eða hleypt inn í landið. Það er enn statt í Leifsstöð.
Að sögn Óskars er fólkið elskulegt og samvinnufúst. Fulltrúar íslenskra yfirvalda í Bandaríkjunum ræddu við fólkið áður en það hélt til Íslands

Morgunblaðið greinir frá á mbl.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024