Falun Gong mótmæltu við Leifsstöð
Falun Gong-liði flaggaði gulum fánum með boðskap samtaka sinna nærri Leifsstöð nú síðdegis til að reyna að ná augum Luo Gan, eins æðsta yfirmanns öryggis- og dómsmála í Kína. Hann var að yfirgefa landið eftir dvöl hér á landi í tvo daga. Falun Gong-liðinn var að mótmæla stefnu Kínverja í garð hreyfingarinnar.Að minnsta kosti fjórir lögreglumenn gættu þess að Falun Gong-liðinn færi ekki í veg fyrir bifreið Luo Gan. Kínverskir aðilar á hvítum sendibíl lögðu bifreið fyrir fána frá Falun Gong sem var fjær mótmælandanum. Þeir höfðu áður komið á bíl sínum upp að FAlun Gong-liðanum en virtu hann vart viðlits.
Meðfylgjandi mynd tók Hilmar Bragi við mótmælastöðuna síðdegis.
Meðfylgjandi mynd tók Hilmar Bragi við mótmælastöðuna síðdegis.