Falun Gong meðlimir komnir í Njarðvíkurskóla
Fyrstu Falun Gong meðlimirnir eru komnir í Njarðvíkurskóla eftir að hafa verið synjað um landgönguleyfi. Fólkið kom með rútu frá Keflavíkurflugvelli en búið er að innsigla Njarðvíkurskóla og er fólkið í haldi þar. Þegar fólk steig út úr rútunni fór það að kynna pyntingar á meðlimum reglunar í Kína og dreifðu bæklingum sem kynntu Falun Gong regluna sem er bönnuð í Kína. Allir voru mjög friðsamlegir og almennilegir þegar þau tjáðu sig við fjölmiðla fyrir utan Njarðvíkurskóla í hádeginu.Ekki er vitað hversu margir meðlimir munu reyna að koma til landsins, en um 25 manns komu í fyrstu ferð úr fjórum flugum. Eins og fyrr sagði var fólkið mjög friðsælt þegar það kom til Njarðvíkurskóla og sýndi engan mótþróa. Ekki er vitað um afdrif fólksins hér á landi en búast má við því að það verði sent heim á næstu sólarhringum.