Falun Gong-félögum sleppt úr haldi
Falun Gong- félögunum sem haldið var í Njarðvíkurskóla og í Leifsstöð hefur verið sleppt inn í landið með þeim skilyrðum að það fari nákvæmlega eftir fyrirmælum lögreglu hvað varðar mótmælaaðgerðir. Öllum meðlimunum sem var haldið í Njarðvíkurskóla var því sleppt um miðnætti í nótt en stuttu áður fóru fram mikil mótmæli vegna ákvörðunar yfirvalda að hleypa fólkinu ekki inn í landið.
Njarðvíkurskóli stendur því auður núna en engin grunnskóli hefur fengið eins mikla fjölmiðlaathygli og grunnskólinn í Njarðvík á svo stuttum tíma vegna þessara aðgerða. Falun Gong- félagar voru að vonum ánægðir með ákvörðun stjórnvalda að hleypa sér inn í landið eins og meðfylgjandi mynd sýnir.
VF-mynd: Snorri Birgisson
Njarðvíkurskóli stendur því auður núna en engin grunnskóli hefur fengið eins mikla fjölmiðlaathygli og grunnskólinn í Njarðvík á svo stuttum tíma vegna þessara aðgerða. Falun Gong- félagar voru að vonum ánægðir með ákvörðun stjórnvalda að hleypa sér inn í landið eins og meðfylgjandi mynd sýnir.
VF-mynd: Snorri Birgisson