FALSAÐUR 500 KRÓNU SEÐILL Í K-VIDEO
Afgreiðslustúlka í K-video í Keflavík uppgötvaði falsaðan 500 króna seðil þegar hún ætlaði að gefa hann viðskiptavini til baka sl. föstudagskvöld.Ungur viðskiptavinur hafði greitt með seðlinum en hann hafði fengið hann á heimili sínu frá systur sinni. Það var hins vegar faðirinn á heimilinu sem hafði verið að leika sér í tölvunni og útbúið 500 kr. seðilinn. Faðirinn hafði samband við lögregluna þegar hann uppgötvaði að seðillinn var kominn í umferð. Sonurinn var kominn heim með myndbandsspólu en faðirinn hafði samband við K-video og greiddi fyrir spóluna með löglegum 500 kr. seðli. Þannig lauk málinu.