Fallist á tillögur um breikkun Reykjanesbrautar
Skipulagsstjóri hefur fallist á tillögur Vegagerðarinnar um breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur. Í úrskurði Skipulagsstofnunar kemur fram að veglagning muni bæta samgöngur og umferðaröryggi. Hún sé ekki líklegt til að hafa neikvæð áhrif á hljóðvist, loftgæði eða útivistarsvæði.
Skipulagsstofnun telur að hætta á grunnvatnsmengun sé óveruleg. Þá er ekki talið að verulegt rask verði á menningarminjum.
Vegagerðin lagði fjórar tillögur að breikkun Reykjanesbrautar fyrir Skipulagsstofnun. Þrjár þeirra gera ráð fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar þó með ólíkum hætti sé. Kostnaður við þær tillögur er áætlaður á bilinu þrír til 3,7 milljarðar króna. Fjórði kosturinn gerir ráð fyrir að einni akbraut sé bætt við Reykjanesbraut sem heimili ýmist umferð til norðurs eða suðurs. Kostnaður við þann kost er áætlaður 2,1 til 2,3 milljarðar króna.
Skipulagsstofnun telur að hætta á grunnvatnsmengun sé óveruleg. Þá er ekki talið að verulegt rask verði á menningarminjum.
Vegagerðin lagði fjórar tillögur að breikkun Reykjanesbrautar fyrir Skipulagsstofnun. Þrjár þeirra gera ráð fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar þó með ólíkum hætti sé. Kostnaður við þær tillögur er áætlaður á bilinu þrír til 3,7 milljarðar króna. Fjórði kosturinn gerir ráð fyrir að einni akbraut sé bætt við Reykjanesbraut sem heimili ýmist umferð til norðurs eða suðurs. Kostnaður við þann kost er áætlaður 2,1 til 2,3 milljarðar króna.