Fallið frá kæru gegn stjórn Ytri-Njarðvíkurkirkju
Rannsóknardeild lögreglunnar í Keflavík hefur hætt rannsókn varðandi meint fjársvik og bókhaldsbrots stjórnar kirkju og kirkjugarða Ytri-Njarðvíkurkirkju. Kærandi í málinu var Þórir Jónsson, fyrrum meðhjálpari og kirkjuvörður í Njarðvíkurkirkju, og hefur honum og safnaðarstjórn Ytri-Njarðvíkurkirkju verið kunngjört það með bréfi frá rannsóknardeild lögreglunnar. Krafðist hann þess að lögreglurannsókn færi fram á meintu fjármálamisferli og bókhaldssvikum sóknarnefndar og kirkjugarðsstjórnar. Lagði Þórir fram kæru þess efnis sl. föstudag. Snérist kæran m.a. um bílastyrk sóknarprestsins og verktakagreiðslur til sóknarformannsins. Ekki var séð í málsgögnum að refsivert brot hafi verið framið og því þótti ekki ástæða til frekari rannsóknar á málinu.Ingólfur Bárðarson formaður stjórnar kirkju og kirkjugarða Ytri-Njarðvíkurkirkju sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla sem um málið hafa fjallað þar sem m.a. kemur fram að mjög bagalegt sé að sitja undir ásökunum sem þessum, sérstaklega þegar hlutaðeigendur eru þess fullvissir að þær eigi við engin rök að styðjast. „Ágætt er þó að lögregluyfirvöld skuli vegna framkominnar kæru hafa rannsakað málið og staðfest þá vissu. Að fenginni þeirri niðurstöðu hljóta hins vegar hlutaðeigendur að geta gert sér vonir um að umfjöllun um málið linni“, segir í yfirlýsingunni.
Ingólfur sagði í samtali við Víkurfréttir að sóknarnefnd hefði samþykkt það á fundi sínum þann 2. júní sl. að sóknarnefnd skildi leita réttar síns í þessu máli. Hefur sóknarnefnd ráðið lögfræðinga sem kanna þann möguleika að fara í meiðyrðarmál vegna þeirra þungu ásakanna sem hún hefur hlotið.
Ingólfur sagði í samtali við Víkurfréttir að sóknarnefnd hefði samþykkt það á fundi sínum þann 2. júní sl. að sóknarnefnd skildi leita réttar síns í þessu máli. Hefur sóknarnefnd ráðið lögfræðinga sem kanna þann möguleika að fara í meiðyrðarmál vegna þeirra þungu ásakanna sem hún hefur hlotið.