Fallegt veður og fer hlýnandi
Klukkan 3 var hæg breytileg átt, léttskýjað sunnantil, en skýjað um landið norðanvert og snjókoma á stöku stað norðvestanlands. Hlýjast var 3 stiga hiti á Garðskagavita, en kaldast 9 stiga frost á Brú í Jökuldal.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Hæg norðlæg átt og bjartviðri í dag, en síðan hæg vestlæg átt. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost í fyrstu.
---------- Veðrið 28.03.2007 kl.09 ----------
Stykkishólmur Skýjað
Bolungarvík Hálfskýjað
Akureyri Skýjað
Egilsst.flugv. Skýjað
Kirkjubæjarkl. Léttskýjað
Stórhöfði Léttskýjað
------------------------------------------------
Yfirlit
Við Jan Mayen er 1004 mb lægð á hægri NNA-leið, en skammt S af Reykjanesi er 1012 mb lægð, sem þokast A og grynnist. A af Labrador er 986 mb lægð sem fer NA. Yfirlit gert 28.03.2007 kl. 03:12
Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Hæg breytileg átt og bjartviðri víðast hvar. Suðvestan 3-8 m/s, en bætir í vind, einkum norðvestanlands í kvöld. Suðvestan 8-13 í nótt og fram eftir morgundegi á Vestfjörðum og annesjum norðantil, en annars mun hægari. Hiti 1 til 8 stig að deginum, hlýjast suðaustanlands, en víða vægt frost fram eftir morgni.
Vf-mynd/Þorgils