Fallegt veður en kalt
Veðurspá fyrir Faxaflóa næsta sólarhringinn: Suðaustan og austan 3-8 m/s og léttskýjað að mestu. Norðaustan 5-10 á morgun. Frost 1 til 10 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag:
Norðlæg átt, yfirleitt á bilinu 5-13 m/s, hvasst austanlands, en hægari á föstudag. Víða bjart veður, en él á víð og dreif um norðan- og austanvert landið og einnig syðst á landinu. Frost 2 til 14 stig, kaldast í innsveitum.
Á laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir suðaustanátt eða austanátt með ofankomu og heldur hlýnandi veðri sunnan- og vestanlands, en þurrt að kalla og áfram kalt norðaustanlands.