Fallegt veður en kalt
Það verður fremur hæg austlæg átt við Faxaflóann í dag. Stöku él í fyrstu, en síðan léttskýjað að mestu. Sums staðar él eftir hádegi á morgun. Frost 2 til 10 stig, svalast í innsveitum.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á mánudag:
Sunnan og suðaustan 8-13 m/s og snjókoma með köflum, en slydda við suðurströndina. Lengst af þurrt norðantil á landinu. Frost 0 til 5 stig, en um frostmark við suðurströndina.
Á þriðjudag:
Vestlæg átt og él, en þurrt um landið austanvert. Heldur kólnandi veður.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Suðvestlæga átt og dálítil él, en bjart að mestu um landið norðaustanvert. Kalt í veðri.
Á föstudag:
Breytileg átt, él á víð og dreif og frost um allt land.