Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fallegir vetrardagar
Þriðjudagur 3. febrúar 2009 kl. 08:21

Fallegir vetrardagar



Áframhald verður á því fallega vetrarveðri sem íbúar suðvesturhornsins hafa notið síðustu daga. Veðurspá fyrir Faxaflóa næsta sólarhringinn gerir ráð fyrir austan 3-8 m/s, en norðaustan 8-10 í kvöld. Norðaustan 8-13 á morgun. Léttskýjað og frost 1 til 12 stig, kaldast í uppsveitum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag:
Norðlæg átt, 8-13 m/s og él, einkum N- og A-lands og syðst á landinu. Frost 2 til 14 stig, kaldast í innsveitum.

Á laugardag og sunnudag:
Allhvöss suðaustanátt með slyddu S- og V-lands og hita nálægt frostmarki, en annars hægara, úrkomulítið og talsvert frost.

Á mánudag:
Dregur líklega úr vindi og úrkomu, en kólnar í veðri.

---

VFmynd/Ellert Grétarsson – Við Fitjatjörn í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024