Fallegir garðar í Vogum
Tveir garðar hlutu viðurkenningu frá Fegrunarnefnd Vatnsleysustrandarhrepps, það var garðuinn við Hofgerði 3 sem hlaut 1. verðlaun og Heiðargerði 25.
Forsíðumynd: Verðlaunagarðurinn Hofgerði 3.
Hjónin Susan Anna Björnsdóttir og Guðlaugur J. Gunnlaugsson eiga Hofgerði 3 en að mati nefndarinnar er garðurinn þeirra mjög glæsilegur og öllu smekklega fyrir komið. Sumarblómin eru öll heimaræktuð og hjónin settu um 1500 plöntur niður í vor.
Heiðargerði 25 fékk verðlaun fyrir besta framtakið í lóðabreytingu. Eigendur hans eru Bonnie Laufey Dupuis og Guðmundur Baldursson. Þau hafa breytt lóðinni úr grjóthrúgu í garð með þrotlausri vinnu.
Forsíðumynd: Verðlaunagarðurinn Hofgerði 3.
Hjónin Susan Anna Björnsdóttir og Guðlaugur J. Gunnlaugsson eiga Hofgerði 3 en að mati nefndarinnar er garðurinn þeirra mjög glæsilegur og öllu smekklega fyrir komið. Sumarblómin eru öll heimaræktuð og hjónin settu um 1500 plöntur niður í vor.
Heiðargerði 25 fékk verðlaun fyrir besta framtakið í lóðabreytingu. Eigendur hans eru Bonnie Laufey Dupuis og Guðmundur Baldursson. Þau hafa breytt lóðinni úr grjóthrúgu í garð með þrotlausri vinnu.