Fallegir garðar í Garðinum
Fegrunar- og umhverfisnefnd Gerðahrepps veitti þremur aðilum viðurkenningar og verðlaun fyrir snyrtilegt umhverfi sl. mánudag í blíðskaparveðri.Leikskólinn Gefnarborg fékk viðurkenningu fyrir fallegt hús og snyrtilega lóð, en skólinn var opnaður fyrir ári síðan og hefur frá upphafi verið til fyrirmyndar hvað varðar frágang og umgengni.Bryndís Knútsdóttir og Örn Sævar Hólm, íbúar við Sunnubraut 21, fengu einnig viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi.Drífa Björnsdóttir og Ingimundur Guðnason eiga verðlaunagarð Gerðahrepps árið 2000. Í garðinum þeirra við Hraunholt 4, má nú finna tvo veglega steina með áföstum verðlaunaskjöldum, þar sem þau hafa áður fengið verðlaun fyrir fallegasta garð ársins.