Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fallegar morgunmyndir en fjölbreytilegt veðurkort
Reykurinn frá orkuverinu í Svartsengi liðast hægt upp í logninu í morgun. Í Njarðvíkurhöfn liggur við bryggju vel ryðgaður rússatogari. VF-myndir/EinarGuðberg.
Sunnudagur 18. janúar 2015 kl. 14:01

Fallegar morgunmyndir en fjölbreytilegt veðurkort

Veðurguðirnir bjóða upp á margvísleg tibrigði í háloftunum þessa dagana. Spáð er að þykkni upp með hægt vaxandi suðaustanátt, 13-20 m/s og dálítil snjókoma í kvöld, 18-23 og slydda í nótt og hlánar. Heldur hægari og úrkomuminni á morgun mánudag.

Það voru góðar aðstæður fyrir skíðaiðkendur og á myndum Einars Guðbergs sem teknar voru við Keflavíkurhöfn var sannkölluð dulúð í morgunsárinu. Birta eykst nú með hverjum deginum og hefur daginn lengt um 3 klukkustundir frá því hann var stystur fyrir um mánuði síðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024