Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Falleg aðkoma að nýrri íþróttamiðstöð
Miðvikudagur 14. janúar 2015 kl. 08:49

Falleg aðkoma að nýrri íþróttamiðstöð

Ný og glæsileg íþróttamiðstöð í Grindavík verður líklega opnuð í febrúar en nokkur seinkun hefur orðið á framkvæmdunum. Búið er að hanna torg við íþróttamiðstöðina en farið verður í þær framkvæmdir með vorinu og verður torgið væntanlega tilbúið næsta sumar, segir á vef Grindavíkurbæjar. Meginmarkmið hönnunar á torginu eru að skapa aðlaðandi og fjölnota aðkomu að nýrri íþróttamiðstöð Grindavíkur.  

Lögð er áhersla á að svæðið sé létt í viðhaldi og aðgengilegt öllum. Því er aðkoma íþróttamiðstövarinnar nánast öll hellulögð með smáum áferðarfallegum hellum. Hellumynstrið er brotið upp með söguðum náttúrusteinum sem marka stefnu og gönguleiðir.

Nánar hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024