Fall er fararheill
 Mikið hvassviðri gerði upp úr hádegi í gær þar sem ýmislegt lauslegt fauk um bæinn. Mátti meðal annars sjá plastpoka og pappakassa á fleygiferð um göturnar.
Mikið hvassviðri gerði upp úr hádegi í gær þar sem ýmislegt lauslegt fauk um bæinn. Mátti meðal annars sjá plastpoka og pappakassa á fleygiferð um göturnar.
Þó voru stærri hlutir sem máttu sín lítils gegn Kára, eins og jólatréð úti á Fitjum sem féll á hliðina í umhleypingunum. Vaskir bæjarstarfsmenn voru kallaðir út og reistu þeir tréð við. Trénu varð ekki meint af slysinu.
VF-myndir/Hilmar Bragi


 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				