Fálki tíður gestur í Njarðvík
Sést hefur til fálka nokkrum sinnum undanfarna daga á Fitjum og á fleiri stöðum í Njarðvík. Fálkinn hefur meðal annars setið uppi í ljósastaur við Reykjanesbraut á milli Aðalhliðs og Grænáshliðs Keflavíkurflugvallar.Páll Þorsteinsson, kunnur veiðimaður úr Garðinum, sá til fálka fyrir ofan Grænás fyrir helgi. Þá var hringt í fréttavakt Víkurfrétta (898 2222) síðdegis í dag, þar sem sést hafði stór og myndarlegur fálki í staur ekki langt frá Heklu á Fitjum.
Nokkrum sinnum hefur sést til fálka á Fitjum en meðfylgjandi mynd var tekin 9. nóvember í fyrra af fálka sem sást á flugi við nýbyggingu á Fitjum. Ekki hafa náðst myndir af fálkanum sem sést hefur á ferli síðustu daga en ekki ólíklegt að hér sé um sama fugl að ræða.
Nokkrum sinnum hefur sést til fálka á Fitjum en meðfylgjandi mynd var tekin 9. nóvember í fyrra af fálka sem sást á flugi við nýbyggingu á Fitjum. Ekki hafa náðst myndir af fálkanum sem sést hefur á ferli síðustu daga en ekki ólíklegt að hér sé um sama fugl að ræða.