FÁLKI Á FITJUM!
Myndarlegur fálki hefur gert sig heimakominn við tjörnina á Fitjum í Njarðvík síðustu daga. Á tjörninni halda til endur og svanir ásamt vargfugli. Tjörnin er veisluborð fálkans sem hefur leikið vargfuglinn grátt. Hefur sést til fálkans veiða máva á flugi yfir tjörninni. Álftirnar og endurnar hafa hins vegar fengið frið fyrir þessum konungi ránfuglanna. Það var hins vegar friður yfir fálkanum síðdegis á sunnudag þegar ljósmyndarar Víkurfrétta, þeir Páll Ketilsson og Hilmar Bragi voru þar á ferð með myndavélarnar.