Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Falast eftir stofnfé í Spkef
Föstudagur 17. nóvember 2006 kl. 14:56

Falast eftir stofnfé í Spkef

Ýmsir stofnfjáreigendur í Sparisjóði Keflavíkur hafa upp á síðkastið fengið upphringingu frá aðila sem falast hefur eftir kaupum á stofnfé í Spkef.
Karl Njálsson, stjórnarformaður Spkef, segist hafa heyrt af málinu, en það hafi ekki komið inn á borð stjórnarinnar.  Karl segist lítið vita um málið annað en það sem hann hafi heyrt frá sumum stofnfjárfélögum en svo virðist að þeim sé boðið misjafnt verð fyrir bréfin.  Samkvæmt því sem blaðið hefur heyrt hefur umræddur aðili fengið dræmar undirtektir hjá stofnfjáreigendunum, enda mun verðið sem boðið er vera talsvert undir raunvirði að þeirra mati.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024