Falast eftir jarðvegstipp
Fyrirtækið Lea ehf. hefur lagt fram tillögu um að yfirtaka rekstur og umráð jarðvegs tipps Reykjanesbæjar að Innri Skor á Stapa og m.a. setja þar upp endurvinnslu jarðefna.
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar tók erindið fyrir á síðasta fundi sínum og þakkar góðar tillögur en ef og þegar þessi starfssemi verður einkavædd þá mun sveitarfélagið bjóða hana út á almennum markaði eins og vera ber hjá opinberum aðila.