Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fáki kynningarstjóra Reykjanesbæjar stolið
Mánudagur 10. maí 2010 kl. 13:46

Fáki kynningarstjóra Reykjanesbæjar stolið

Hjólfáki einum fráum, rauðum og gráum, var stolið frá kynningarstjóra Reykjanesbæjar um helgina. Fákurinn er eins og fyrr segir rautt og grátt karlmannshjól af Schwinn-gerð.


Hjólið hefur mikla reynslu af því að vera stolið (þar sem því hefur áður verið stolið). Dagný Gísladóttir, kynningarstjóri, segist greinilega bera alltof mikið traust til samfélagsins og samborgara sinna og er ekki dugleg að læsa hjólinu. Allar ábendingar vel þegnar í síma 862 2208.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd: Dagný Gísladóttir, kynningarstjóri Reykjanesbæjar, þarf nú að fara allra sinna ferða gangandi eftir að reiðhjólinu hennar var stolið um helgina.